Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2015 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Þórður Rafn efstur e. 1. dag í karlaflokki

Íslandsmótið í höggleik þ.e. 5. mótið á Eimskipsmótaröðinni hófst á Garðavelli á Akranesi í dag, 23. júlí 2015.

Eftir 1. dag er Þórður Rafn Gissurarson, GR efstur á glæsilegum 5 undir pari, 67 höggum.  Á hringnum fékk Þórður Rafn 7 fugla og 2 skolla.

Í 2. sæti á ekki síðri flottum 3 undir pari, 69 höggum, er Íslandsmeistarinn í holukeppni Axel Bóasson, GK.

Í 3. sæti er síðan Ragnar Már Garðarsson, GKG á 2 undir pari, 70 höggum.

Tveir deila 4. sæti þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Andri Már Óskarsson, GHR en báðir léku á 1 undir pari, 71 höggi.

Ofangreindir 5 kylfingar eru þeir einu sem léku 1. hring undir pari, á fyrsta hring Íslandsmótsins.

Til þess að fylgjast með Íslandsmótinu í höggleik SMELLIÐ HÉR: