Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 23. 2015 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Signý og Sunna efstar í kvennaflokki e. 1. dag

Signý Arnórsdóttir, GK og Sunna Víðisdóttir, GR eru efstar og jafnar eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik, þ.e. 5. mót Eimskipsmótaraðarinnar, sem hófst í dag á Garðavelli á Akranesi.

Signý lék á 1 undir pari, 71 höggi – spilaði jafnt og gott golf og fékk 1 fugl á par-3 18. holuna.

Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Signý Arnórsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Sunna lék einnig á 1 undir pari, 71 höggi en fékk 3 fugla og 2 skolla á 1. hring.

Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Sunna Víðisdóttir, GR. Mynd: Golf 1

Í 3. sæti er heimakonan Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, 2 höggum á eftir forystukonunum, lék Garðavöll á 1 yfir pari.

Í 4. sæti er síðan sú sem á titil að verja Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún lék fyrsta hring á 2 yfir pari, 74 höggum og í 5. sæti er Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK á 3 yfir pari.

Fjórar deila síðan 6. sæti á 4 yfir pari: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ragnhildur Sigurðardóttir, GR; Eva Karen Björnsdóttir, GR og Berglind Björnsdóttir, GR.

Til þess að fylgjast með stöðunni hjá konunum á Eimskipsmótaröðinni SMELLIÐ HÉR: