Eimskipsmótaröðin 2015 (6): Anna Sólveig með naumt forskot fyrir lokahringinn
Það er útlit fyrir hörkukeppni í baráttunni um sigurinn og efsta sætið á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki. Lokamótið hófst í dag, Nýherjamótið, á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin ásamt Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja og eru fjórir kylfingar í nokkrum sérflokki fyrir lokahringinn sem fram fer á sunnudaginn. Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili er efst á +5 eftir 36 holur í dag en höggi á eftir eru þrír kylfingar jafnir í 2.-4. sæti. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokknum en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir er ekki langt á eftir og það getur því margt gerst á lokahringnum á sunnudaginn.
1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 147 högg (72-75) + 5
2.-4. Signý Arnórsdóttir, GK 148 högg (73-75) + 6
2.-4. Tinna Jóhannsdóttir, GK 148 högg (72-76) + 6
2.-4. Karen Guðnadóttir, GS 148 högg (71-77) + 6
5. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 156 högg (79-77)+ 14
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
