Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (6): Anna Sólveig með naumt forskot fyrir lokahringinn

Það er útlit fyrir hörkukeppni í baráttunni um sigurinn og efsta sætið á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki. Lokamótið hófst í dag, Nýherjamótið, á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin ásamt Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja og eru fjórir kylfingar í nokkrum sérflokki fyrir lokahringinn sem fram fer á sunnudaginn. Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili er efst á +5 eftir 36 holur í dag en höggi á eftir eru þrír kylfingar jafnir í 2.-4. sæti. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokknum en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir er ekki langt á eftir og það getur því margt gerst á lokahringnum á sunnudaginn.

1. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 147 högg (72-75) + 5
2.-4. Signý Arnórsdóttir, GK 148 högg (73-75) + 6
2.-4. Tinna Jóhannsdóttir, GK 148 högg (72-76) + 6
2.-4. Karen Guðnadóttir, GS 148 högg (71-77) + 6
5. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 156 högg (79-77)+ 14