Eimskip, mikill styrktaraðili golfs á Íslandi. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 19. 2015 | 09:45

Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Íslandsmótið í holukeppni hefst í dag!

Íslandsmótið í holukeppni hefst á morgun, 19. júní 2015 á Jaðarsvelli á Akureyri.

Þátttakendur eru 54, þar af 22 kvenkylfingar.

Meðal þátttakenda eru t.a.m. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem sigraði svo glæsilega á Hlíðavelli í Mosfellsbæ sl. helgi sem og Kristján Þór Einarsson, stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2014, sem einnig sigraði á heimavelli s.l. helgi.

Eins eru með sigurvegarar 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar frá Hólmsvelli Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Tinna Jóhannsdóttir, GK sem sigraði í 2. mótinu, Securitasmótinu, úti í Eyjum.

Eins tekur þátt Andri Þór Björnsson, GR, sem náði þeim glæsilega árangri að sigra í fyrstu tveimur mótum Eimskipsmótaraðarinnar í ár. Hann kemur glóðvolgur úr Opna breska áhugamannamótinu, þar sem hann náði þeim stórglæsilega árangri að komast í 16 manna úrslit af 288 sem upphaflega tóku þátt í mótinu og náði auk þess lengst þeirra 7 Íslendinga, sem þátt tóku.

Það eru þau Kristján Þór og Tinna sem eiga titla að verja, en þau sigruðu á Hvaleyrinni í fyrra, 2014.