Eimskipsmótaröðin 2015 (4): Axel Íslandsmeistari í holukeppni í karlaflokki!!!
Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili fagnaði sigri á Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki sem lauk í dag á Jaðarsvelli. Axel hafði nokkra yfirburði í úrslitaleiknum gegn Benedikt Sveinssyni úr Keili og sigraði Axel 6/5.
Þetta er í fyrsta sinn sem Axel sigrar á Íslandsmótinu í holukeppni en hann hefur einu sinni sigrað á sjálfu Íslandsmótinu árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru.
Axel sigraði Stefán Má Stefánsson úr GR í undanúrslitum 4/3 í morgun. Theodór Emil Karlsson úr GM hafði betur gegn Stefáni í leiknum um þriðja sætið, 4/2.
„Þetta var öðruvísi tilfinning enda var ég að spila við félaga minn til margra ára úr Keili. Við erum búnir að vera saman í bústað frá því á miðvikudaginn. Það er alltaf frábært að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég er búinn að leggja mikið á mig undanfarin tvö ár og frábært að fá stóran titil eftir allt saman. Ég hef verið sterkari holukeppnismaður – það hentar mér betur. Ég var að slá vel allt mótið og flatirnar voru erfiðar – þolinmæðin var því lykatriðið og ég lét fuglana koma frekar en að sækja þá. Þessi sigur er góður fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Ég er spenntur fyrir því að fara að keppa aftur en fyrst ætla ég að taka mér nokkra daga í frí eftir þessa törn,“ sagði Axel Bóasson Íslandsmeistari í holukeppni 2015.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
