Kristján Þór Einarsson, GKJ með fyrsta högg dagsins kl. 7:30 þ. 29. júní 2014 – daginn sem hann varð Íslandsmeistari í holukeppni 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2014 | 15:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Kristján Þór með 3. sigur sinn á stigamóti í ár!!!

Kristján Þór Einarsson, GKJ, innsiglaði 3. sigur sinn á Jaðarsvelli nú í dag, en þar fór 7. og síðasta mót Eimskipsmótaraðarinnar í ár, Goðamótið, fram.

Kristán Þór var jafnframt eini kylfingurinn í mótinu, með heildarskor undir pari, en hann lék Jaðarinn á samtals 3 undir pari 210 höggum (73 70 67); bætti sig um 3 högg hvern dag, þrátt fyrir að veður færi versnandi.

Kristján Þór átti glæsilegan lokahring upp á 4 undir pari, 67 högg; skilaði skollalausu „hreinu“ skorkorti með 4 fuglum (sem komu á 1., 3. 13. og 15. braut) og afgangnum pörum!!! Glæsilegt.

Kristján Þór var búinn að tryggja sér stigameistaratitilinn á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar uppi á Skaga, en þar með er Kristján Þór engu að síður búinn að sigra á tveimur stigamótum Eimskipsmótaraðarinnar í röð. Stórglæsilegur árangur það!!!

Í 2. sæti á sléttu pari varð afmæliskylfingur dagsins Gísli Sveinbergsson, GK, á samtals 213 höggum (70 71 72).

Bjarki Pétursson, GB varð síðan í 3. sæti á 3 yfir pari (70 75 71) og í 4. sæti varð Björgvin Sigurbergsson, GK á 7 yfir pari.

Sjá má úrslitin á Goðamótinu í karlaflokki í heild hér að neðan:

1 Kristján Þór Einarsson GKJ -2 F 34 33 67 -4 73 70 67 210 -3
2 Gísli Sveinbergsson GK -1 F 35 37 72 1 70 71 72 213 0
3 Bjarki Pétursson GB -1 F 37 34 71 0 70 75 71 216 3
4 Björgvin Sigurbergsson GK 1 F 33 40 73 2 70 77 73 220 7
5 Hlynur Geir Hjartarson GOS 0 F 37 37 74 3 75 72 74 221 8
6 Ólafur Auðunn Gylfason 5 F 39 38 77 6 72 73 77 222 9
7 Birgir Guðjónsson GR 2 F 40 36 76 5 73 74 76 223 10
8 Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 6 F 37 36 73 2 76 77 73 226 13
9 Stefán Þór Bogason GR 2 F 37 40 77 6 72 77 77 226 13
10 Sigurþór Jónsson GB 2 F 36 42 78 7 72 76 78 226 13
11 Ævarr Freyr Birgisson GA 5 F 43 38 81 10 73 72 81 226 13
12 Andri Már Óskarsson GHR 2 F 43 41 84 13 70 73 84 227 14
13 Ingi Rúnar Gíslason GS 2 F 36 40 76 5 75 78 76 229 16
14 Tumi Hrafn Kúld GA 5 F 43 36 79 8 75 75 79 229 16
15 Björn Guðmundsson GA 4 F 41 37 78 7 77 75 78 230 17
16 Kristján Benedikt Sveinsson GA 5 F 40 39 79 8 73 78 79 230 17
17 Stefán Már Stefánsson GR 1 F 37 39 76 5 75 80 76 231 18
18 Sigurbjörn Þorgeirsson 3 F 40 38 78 7 78 75 78 231 18
19 Benedikt Árni Harðarson GK 5 F 43 36 79 8 77 75 79 231 18
20 Benedikt Sveinsson GK 3 F 41 39 80 9 78 74 80 232 19
21 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 2 F 47 36 83 12 72 77 83 232 19
22 Samúel Gunnarsson 6 F 38 40 78 7 83 72 78 233 20
23 Daníel Hilmarsson GKG 5 F 42 38 80 9 76 78 80 234 21
24 Davíð Gunnlaugsson GKJ 3 F 36 37 73 2 77 85 73 235 22
25 Gísli Þór Þórðarson GR 4 F 40 38 78 7 79 78 78 235 22
26 Fannar Már Jóhannsson GA 11 F 35 39 74 3 80 82 74 236 23
27 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 4 F 42 38 80 9 75 81 80 236 23
28 Hákon Harðarson GR 5 F 40 43 83 12 77 76 83 236 23
29 Stefán Einar Sigmundsson GA 10 F 40 41 81 10 76 80 81 237 24
30 Derrick John Moore GKG 4 F 45 39 84 13 83 84 167 25
31 Fylkir Þór Guðmundsson 4 F 39 38 77 6 82 80 77 239 26
32 Jóhann Sigurðsson GR 7 F 37 40 77 6 86 76 77 239 26
33 Friðrik Gunnarsson GA 7 F 39 39 78 7 78 83 78 239 26
34 Bergur Rúnar Björnsson 7 F 42 44 86 15 76 77 86 239 26
35 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 3 F 37 38 75 4 82 83 75 240 27
36 Árni Freyr Hallgrímsson GR 4 F 43 40 83 12 80 78 83 241 28
37 Páll Theódórsson GKJ 4 F 39 42 81 10 78 84 81 243 30
38 Bergur Konráðsson GEY 8 F 40 42 82 11 79 83 82 244 31
39 Stefán Þór Hallgrímsson GKJ 6 F 41 45 86 15 76 82 86 244 31
40 Jason James Wright GA 7 F 41 36 77 6 85 83 77 245 32
41 Björgvin Smári Kristjánsson GKG 5 F 40 42 82 11 88 77 82 247 34
42 Aron Elí Gíslason GA 12 F 39 49 88 17 77 83 88 248 35
43 Kristófer Karl Karlsson GKJ 8 F 41 40 81 10 85 82 81 248 35
44 Hlynur Bergsson GKG 5 F 41 44 85 14 90 74 85 249 36
45 Brynjar Örn Guðmundsson GSS 10 F 38 45 83 12 81 85 83 249 36
46 Einar Bjarni Helgason GFH 12 F 41 39 80 9 86 84 80 250 37
47 Helgi Snær Björgvinsson GK 7 F 43 39 82 11 84 85 82 251 38
48 Sigurjón Sigmundsson GSE 8 F 42 40 82 11 87 84 82 253 40
49 Andri Geir Viðarsson GHD 9 F 41 45 86 15 86 84 86 256 43
50 Anton Ingi Þorsteinsson GA 11 F 43 46 89 18 87 80 89 256 43
51 Ragnar Már Ríkarðsson GKJ 10 F 38 44 82 11 85 90 82 257 44
52 Daníel Atlason GR 7 F 40 40 80 9 90 90 80 260 47
53 Arnar Haukur Ottesen Arnarson GR 13 F 41 43 84 13 89 87 84 260 47
54 Aðalsteinn Leifsson GA 8 F 43 42 85 14 90 85 85 260 47
55 Björn Steinbekk Kristjánsson GR 7 F 44 42 86 15 87 87 86 260 47
56 Peter Joseph Broome Salmon GR 11 F 45 43 88 17 85 91 88 264 51
57 Halldór Fannar Halldórsson GR 9 F 46 48 94 23 80 93 94 267 54
58 Björn Auðunn Ólafsson GA 9 F 45 49 94 23 82 91 94 267 54
59 Guðmmundur Smári Gunnarsson GH 12 F 41 43 84 13 91 95 84 270 57