Eimskipsmótaröðin 2014 (7): Arnarmennirnir
Nú er nýlokið Goðamótinu, 7. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, en leikið var á Jaðarsvelli á Akureyri.
73 kylfingar luku keppni þar af 14 kvenkylfingar.
Golf 1 er hér með nýtt hugtak „Arnarmenn“ en það eru þeir á Eimskipsmótaröðinni hafa fengið erni í mótum mótaraðarinnar og leitt að hér er í fyrsta sinn farið að taka saman þá statistík í síðasta mótinu, en á þessu verður e.t.v. framhald, 2015.
Í 7. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Goðamótinu, á Akureyri fengu 10 kylfingar af 73, erni, en enginn kvenkylfingur var þar á meðal, en svo virðist sem konurnar fái færri erni hlutfallslega en karlar í mótum. Eftirfarandi 10 fengu 1 eða fleiri erni á Goðamótinu:
1. Benedikt Sveinsson, GK, hann fékk 2 glæsierni; báða á par-5 3. holu Jaðarsvallar á 1. og 2. hring Goðamótsins en Benedikt virðist svo sannarlega kunna vel við sig á 3. braut á Jaðrinum!!!
2. Kristján Þór Einarsson, GKJ, stigameistari og Íslandsmeistari í holukeppni fékk líka örn á par-5 3. braut á 2. hring Goðamótsins.
3. Bjarki Pétursson, GB, fékk glæsiörn á par-5 15. braut Jaðarsins á 1. hring Goðamótsins.
4. Ævarr Freyr Birgisson, klúbbmeistari GA 2014, fékk glæsiörn á par-4 1. braut Jaðarsins á 1. spiluðu holu sinni í mótinu – Draumabyrjun!
5. Ingi Rúnar Gíslason, GS, fékk örn á par-5 15. brautina á lokahring Goðamótsins, sem er vel af sér vikið í hvassviðrinu sem þá var orðið!
6. Akureyringurinn Samúel Gunnarsson, GA fékk örn á par-5 3. brautina á lokahring Goðamótsins.
7. Jóhann Sigurðsson, GR, var með ás á par-3 11. holunni á 2. hring Goðamótsins og það er jafnframt örn!
8. Páll Theódórsson, GKJ, var með örn á par-5 3. brautinni á 1. hring Goðamótsins.
9. „Heimamaðurinn“ Jason James Wright, GA, var með örn á par-5 15. brautinni og sá örn kom á lokahringnum.
10. „Heimamanninum“ Birni Auðunni Ólafssyni, GA, tókst að næla sér í örn á par-5 2. brautinni!!!
Þær brautir þar sem flestir ernirnir duttu:
3. braut (par-5) 5 ernir
15. braut (par-5) 3 ernir
1. braut (par-4) 1 örn
2. braut (par-5) 1 örn
11. braut (par-3) 1 örn
Ernir komu á allar gerðir brauta; par-3, par-4 og par-5 og flestir (9 ernir) s.s. algengast er á par-5 brautirnar og þá flestir (5 ernir) á par-5, 3. brautina á Jaðrinum.
Flestir ernir af örnunum 11 eftir klúbbum kom hjá félögum í GA eða 4 talsins og 2 hjá GK og GKJ, síðan voru félagar úr GB, GR GS með 1 örn hver.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
