Andri Már Óskarsson, klúbbmesitari GHR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2014 | 16:35

Eimskipsmótaröðin 2014 (7): 4 kylfingar efstir og jafnir í karlaflokki á Goðamótinu e. 1. hring

Þeir Andri Már Óskarsson, GHR, Bjarki Pétursson, GB, Björgvin Sigurbergsson, GK og Gísli Sveinbergsson, GK eru efstir og jafnir í karlaflokki eftir 1 spilaðan hring í karlaflokki á Goðamótinu.

Allir léku þeir Jaðarinn á 1 undir pari, 70 höggum.

Annar hringurinn er þegar hafinn og þegar þetta er ritað kl. 16:30 er Andri Már Óskarsson, GHR einn í forystu á 2 undir pari eftir 6 spilaðar holur.

Fylgjast má með gangi mála á Goðamótinu með því að SMELLA HÉR: