Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigurvegari 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Nettó-mótsins. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2014 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Ragnar Már fékk ás!

Ragnar Már Garðarsson, GKG fékk sinn fyrsta ás á par-3 4. braut Leirdalsvallar og það á 3. hring Íslandsmótsins í höggleik.

Ekki amalegt að fara holu í höggi í fyrsta sinn  á Íslandsmóti!

Fjórða braut Leirdalsvallar er 125 m og við höggið notaði Ragnar Már 9-járn.

Golf 1 óskar Ragnari Má innilega til hamingju með draumahöggið!