Þórður Rafn Gissurarson, Axel Bóasson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Birgir Leifur Hafþórsson, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sátu fyrir svörum á spjallfundi í dag, 26. júlí 2014. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2014 | 23:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Fullt út úr dyrum á spjallfundi

Fullt var út úr dyrum í hvíta tjaldinu fyrir framan golfskála GKG eftir 3. hring Íslandsmótsins í höggleik og komust færri að en vildu.

Fullt út úr tjaldyrum hvíta tjaldsins. Mynd: Golf 1

Fullt út úr tjaldyrum hvíta tjaldsins. Mynd: Golf 1

Kylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson, GR; Axel Bóasson, GK; Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR sátu fyrir svörum þ.e. tóku við spurningum fundargesta um Íslandsmótið, hringinn sem spilaður var eða hvaðeina sem laut að golfi.

Annar spjallfundur verður haldinn eftir lokahringinn á morgun í hvíta tjaldinu.