Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 24. 2014 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Forseti GSÍ lauk 1. hring á 9 yfir pari

Forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, GO og GF, hefir vakið athygli fyrir að taka þátt í aðal- og stærsta móti ársins meðal kylfinga, Íslandsmótinu í höggleik.

Þetta er í fyrsta sinn frá því að Íslandsmótið hætti að vera flokkaskipt, sem forseti GSÍ tekur þátt í Íslandsmótinu í golfi.

Haukur Örn er enda frambærilegur kylfingur, með 4,1 í forgjöf, 5. lægstu forgjöf í aðalklúbbnum sínum, GO og hefir margoft sigrað í stéttarmótum sínum, meðal lögmanna, s.s. fjölmargir bikarar á skrifstofu hans bera vitni um.

Haukur Örn sagði fyrir Íslandsmótið lítið hafa æft og markmiðið hjá sér væri að komast í gegnum niðurskurð, a.m.k. yrði hann afar sáttur ef það tækist.

Eftir 1. dag deilir Haukur Örn 60. sætinu ásamt 7 öðrum kylfingum, sem allir léku á 9 yfir pari,  80 höggum. Ljóst er að Haukur Örn verður að gefa í, ætli hann sér í gegnum niðurskurð á morgun!!!

Sjá má stöðuna eftir 1. dag Íslandsmótsins í golfi með því að SMELLA HÉR: