Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var efstur eftir 2. dag á Íslandsmótinu í höggleik á glæsilegum 8 undir pari!!! Mynd: Golf 1 Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Birgir Leifur efstur í karlaflokki – Ragnhildur og Valdís Þóra efstar af konunum e. 1. dag
Fimmta mót Eimskipsmótaraðarinnar – Íslandsmótið í höggleik – hófst í dag á Leirdalsvelli hjá GKG.
Keppni í kvennaflokki er lokið í dag.
Efstar og jafnar eftir 1. daginn hjá konunum eru Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.
Báðar léku þær á 4 yfir pari, 75 höggum. Þriðja sætinu deila Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR, á 5 yfir pari, 76 höggum hvor.
————————-
Birgir Leifur Hafþórsson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er sem stendur efstur í karlaflokki á Íslandsmótinu. Birgir Leifur lék í dag á 5 undir pari, glæsilegum 66 höggum, og erfitt að sjá að nokkur jafni við hann, hvað þá fari fram úr honum. Hann hefur titilvörnina með glæsibragl! Birgir Leifur fékk einn örn, fimm fugla og tvo skolla á hringnum í dag.
Gísli Sveinbergsson, úr Golfklúbbnum Keili er annar á 3 undir pari, 68 höggum.
Þess ber að geta að framangreindir tveir voru í sama ráshóp í dag ásamt Heiðar Davíð Bragasyni
Enn eiga nokkrir kylfingar eftir að klára í karlaflokki en erfitt að sjá að nokkur nái ofangreindum tveimur efstu í karlaflokki!
Til þess að sjá stöðuna á 1. degi Íslandsmótsins í golfi SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
