Eimskip, mikill styrktaraðili golfs á Íslandi. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 13. 2014 | 09:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (3): Símamótið hefst á Hamarsvelli í dag!

Þriðja mót Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótið, hefst á Hamarsvelli í Borgarnesi í dag.

Þátttakendur eru alls 98; 77 karl- og 21 kvenkylfingur.

Meðal keppenda er núverandi Íslandsmeistari í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, en þetta er fyrsta mótið sem hann spilar í, á mótaröðinni, í ár.

Eins tekur þátt í sínu fyrsta móti í ár margfaldur Íslandsmeistari Björgvin Sigurbergsson, GK (1995,1999,2000,2007).

Þetta er jafnframt mikið „fjölskyldumót“ því sonur Birgis, Ingi Rúnar og börn Björgvins, einn af okkar bestu kvenkylfingum Guðrún Brá og sonur hans Helgi Snær taka einnig þátt í mótinu.

Af öðrum fjölskyldutengslum mætti nefna að feðginin Guðmundur Arason GR og Íris Katla spila í mótinu; systurnar Heiða GKJ og Karen Guðnadættur, GS taka þátt og eins stigameistarar GSÍ frá því í fyrra; systkinin Rúnar og Signý Arnórsbörn, GK.

Fylgjast má með gengi keppenda á Símamótinu með því að SMELLA HÉR: