Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 12:15

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Þórdís Geirs byrjar 2. hringinn vel!

Þórdís Geirs í Golfklúbbnum Keili er búin að eiga draumabyrjun á 2. hring Egils Gulls mótsins á Hellu.

Þórdís er komin í 2 undir pari; fékk fugl á par-3 4. holu Strandarvallar og síðan annan fugl á par-4 6. holunni.

Þórdís lék 1. hring á 13 yfir pari, en er nú búin að vinna sig upp í samtals skor upp á 11 yfir pari og er sem stendur í 7. sæti af kvenkylfingunum 23 í mótinu.

Baráttujaxl á ferðinni þar sem Þórdís er – glæsilegt hjá henni og vonandi að afgangur hringsins verði jafngóður!

Til þess að sjá stöðuna á Egils Gull mótinu SMELLIÐ HÉR: