Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 16:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Heiðar Davíð efstur eftir 1. dag á Hellu

Heiðar Davíð Bragason, GHD, er efstur eftir 1. dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu á Hellu.

Heiðar Davíð lék á 1 undir pari, 69 höggum og er sá eini sem er undir pari eftir 1. dag.

Hann fékk 3 fugla (á 5., 10. og 11. holu) og 2 skolla (á 3. og 6. holu).

Í 2.-4. sæti á sléttu pari, 70 höggum  eru þrír kylfingar: GR-ingarnir Árni Freyr Hallgrímsson og Hákon Harðarson og eins Fylkir Þór Guðmundsson úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar.

Í 5. – 8. sæti á 1 yfir pari; 71 höggi pari eru þeir: Gísli Sveinbergsson, GK; Andri Þór Björnsson og Stefán Þór Bogason báðir í GR og Sigurþór Jónsson, GB.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: