Berglind Björnsdóttir, GR, að keppa fyrir UNCG í Bandaríkjunum. Mynd: Spartans
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 13:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind með afgerandi forystu eftir fyrri 9 á 2. hring

Þegar búið er að spila helminginn af 2. hring (9 holur) á Egils Gull mótinu hefir Berglind Björnsdóttir, GR, tekið afgerandi forystu; á 7 högg á næsta keppanda, sem er Anna Sólveig Snorradóttir, GK.

Berglind er sem stemdur á samtals sléttu pari en Anna Sólveig á samtals 7 yfir pari.

Berglind er búin að spila yfirvegað – fékk fugl á par-4 7. brautina á Hellu og tvo skolla (á par-3 4. brautinni og par-4 9. brautinni).

Það er fátt sem virðist getað stöðvað Berglindi á þessari stundu.

Í 3. -4. sæti eru sem fyrr Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og nú einnig Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, sem var í 2. sæti; en báðar eru samtals á 9 yfir pari, hvor.

Til þess að fylgjast með gangi mála á Egils Gull mótinu SMELLIÐ HÉR: