Eiginkona Stenson: Emma Löfgren
Henrik Stenson, 37 ára, hitti ástina sína, Emmu Löfgren á golfvelli. Í dag eru þau gift og eiga tvö börn; 3 ára sonur Stenson fagnaði einmitt með pabba sínum í dag í Dubaí.
Emma lék með golfliði South Carolina University, hún er frábær íþróttamaður og gat valið um aðrar íþróttagreinar, en hún heillaðist af golfi í háskóla.
Emma er fædd í Norður-Svíþjóð og var mikið á skíðum í menntaskóla en eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna og innritaðist í University of South Carolia snerist hugur hennar eins og segir allur að golfi. Í háskóla lagði Emma stund á PR og fjölmiðlafræði.
Hún var einmitt að leika sér í golfi með vinum sínum þegar hún var kynnt fyrir Henrik árið 1996. Henrik elti hana til Suður-Karólínu og fékk leyfi Puggy Blackmon, þjálfara karlaliðs University og South Carolina, til þess að æfa með liðinu, til þess að hann gæti varið meiri tíma með Emmu, í frítímum þeirra.
Emma var í All-Southeastern Conference golfliðinu í háskóla árið 1999. Meðal besta árangurs hennar í háskólagolfinu er að verða nr. 3 í einstaklingskeppninnni í Lady Gamecock Classic mótinu árið 1999. Eftir útskrift sneri hún aftur til Svíþjóðar þar sem hún starfaði sem golfleiðbeinandi í hinum fræga Barsebäck Golf & Country Club.
Henrik og Emma giftust 10 árum eftir að þau kynntust í desember 2006 og 2. júlí 2007 fæddist þeim dóttirin Lisa og síðan fylgdi Karl, eða Kalle litli í mars árið 2010.
Emma og Henrik búa í Flórída, en þau fara heim til Svíþjóðar að heimsækja fjölskylduna a.m.k. 1 sinni á ári og elska að leika sér á skíðum og snjósleðum í vetrarbústað sínum í Tärnaby.
Emma og krakkarnir reyna að fara á flest mót, sem Henrik keppir á.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024





