Eiginkona Billy Horschel í baráttu við alkóhólisma
Billy Horschel lék í góðgerðarmóti daginn eftir sigur sinn í Byron Nelson þegar eiginkona hans bað hann að lesa skilaboð sem hún var í þann veginn á pósta á félagsmiðlunum.
Fyrstu viðbrögð Billy við því sem hann las eftir eiginkonu sína, Brittany, voru að hún þyrfti ekkert endilega að vera að gera öllum heyrinkunnugt að hún væri alkóhólisti.
„Það er ótrúlegt hvað kona mín gerði. Ég vissi hreinskilnislega ekki að hún ætlaði sér að gera þetta,“ sagði Horschel í viðtali fyrir Dean & DeLuka mótið í gær, þriðjudaginn 23. maí 2017.
Skilaboð Brittany birtust daginn eftir sigur Billy þ.e. á mánudaginn, en sigur Billy var sá fyrsti frá lokum 2014 keppnistímabilsins á PGA Tour.
Í þeim kom m.a. fram að hún hefði verið 2 mánuði í meðferð og hefði síðustu helgi tekist að vera 1 ár edrú.
„Ég minntist eitthvað á þetta (áfengissýki Brittany) á síðasta ári – en við getum forðast það að svara nokkrum spurningum og beðið þar til þú ert tilbúin,“ sagði Billy við eiginkonu sína. En hún svaraði: „Nei, ég er til. Ég ert tilbúin að deila sögu okkar og byrja að hjálpa öðru fólki.„
„Þetta gefur okkur tækifæri að tala um þá raunverulegu baráttu sem það er að kljást við fíkn,“ sagði Billy. „Þetta getur verið mjög einmanalegur sjúkdómur og fólk er brennimerkt og það leiðir til þess að margir spyrjast ekki fyrir og taka ekki við þeirri hjálp sem þeir þarfnast.„
Billy sagði að það væri von þeirra hjóna að með því að segja sögu Brittany gæti það e.t.v. hjálpað öðru fólki og fjölskyldum, sem eru að kljást við þessa fíkn.
Brittany sagði í skilaboðum sínum að eiginmaður hefði eftirlátið henni að svara öllum spurningum eða láta það vera allt eftir því sem hún kærði sig um.
„En hvað sem öðru líður, þá myndi það að svara ekki, ekki aðeins vera ósanngjarnt gagnvart honum heldur líka heilindum mínum,“ skrifaði hún m.a.
Britany sagði að eiginmaður hennar, Billy, hefði á síðasta ári séð algerlega um börn þeirra, flutninginn í nýtt heimili þeirra, meðan að hann keppti á PGA og hún var í meðferð.
„Hann barðist í hljóði, með stuðningi frá fjölskyldu og nánum vinum á tíma sem var sorglegur, fullur hræðslu og reyndi mikið á,“ skrifaði hún.
Fyrri dóttir þeirra af tveimur fæddist þegar Horschel sigraði á BMW Championship og the Tour Championship í lok keppnistímabilsins 2014 þegar hann hlaut $10 milljónir á FedEx Cup.
Síðan þá hefir Billy Horschel ekki sigrað á PGA Tour þar til s.l. helgi, þegar hann stóð uppi með sigurbikarinn á Byron Nelson 22. maí 2017.
Reyndar komst hann 4 sinnum ekki í gegnum niðurskurð fyrir Byron Nelson mótið, en hann kennir ekki ástandinu heima fyrir um lélegt gengi sitt á vellinum.
„Það er ekki ástæðan,“ sagði hann „En þetta er nokkuð sem hvílir í huga manns stöðugt,“ sagði hinn 30 ára Horschel. „Ég hef verið hamingjusamur. Síðasta ár hefir verið eitthvað það besta í lífi mínu.“
Horschels-hjónin hafa verið gift í yfir 6 ár og hann sagði síðasta árið það besta.
„Eiginkona mín er edrú. Ferðinni er ekki lokið og verður það aldrei,“ sagði hann. „En við erum á réttri leið og á hverjum degi höfum við okkar áskoranir, rétt eins og allir aðrir í heiminum … við tökum þetta bara einn dag í einu og reynum að halda okkur á veginum sem Guð hefir valið okkur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
