Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 08:00

eGolf: Ólafur Björn úr leik

Það munaði aðeins 1 höggi að Ólafur Björn Loftsson, NK kæmist í gegnum niðurskurð á Sedgewick Classic mótinu, sem er hluti af eGolf Tour og fer fram í Greensboro, Norður-Karólínu dagana 28.-30. maí 2014.

Ólafur Björn lék samtals á 2 yfir pari, 142 höggum (70 72) og komst ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við 1 yfir pari.

Þetta hljóta að vera gríðarleg vonbrigði fyrir Ólaf Björn, en þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem aðeins munar 1 höggi hjá honum á móti í Norður-Karólínu.

Skemmst er að minnast þess að árið 2011 munaði aðeins 1 höggi að Ólafur Björn næði að spila um helgina á PGA Tour mótinu Wyndham Championship, en Ólafur Björn var fyrsti Íslendingurinn til að spila í PGA Tour móti.

Til þess að sjá stöðuna á The Sedgefield Classic SMELLIÐ HÉR: