Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2023 | 12:00

EGA: Gunnlaugur Árni komst ekki g. niðurskurð á European Amateur meistaramótinu

Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð á European Amateur Championship, en mótið fer fram dagana 28. júní – 1. júlí 2023 á Pärnu Bay Golf Links, í Eistlandi.

Lassi Pekka Tilander hannaði völlinn ásamt Mick McShane – sem mótaði jarðveg golfvallarins. McShane hefur m.a. komið að slíkum verkefnum á Castle Course og Kingsbarns völlunum á St. Andrews golfsvæðinu á Skotlandi.  Völlurinn er par 72, og er um 6.200 metrar.

Niðurskurður í mótinu miðaðist við samtals 9 undir pari, eftir 3 spilaða hringi.

Gunnlaugur Árni lék engu að síður vel, var á 5 undir pari, 211 höggum og sérstaklega var 2. hringur hans glæsilegur (72 68 71).

Verið er að spila 4. og lokahringinn og sem stendur er Spánverinn Jose Luis Ballester Barrio í forystu.

Sjá má stöðuna á European Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: