Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2016 | 14:00

EDP: Þórður Rafn lauk keppni í T-18 í Marokkó

Íslandsmeistarinn í höggleik Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í  Ocean Open mótinu á þýsku EPD mótaröðinni.

Mótið fór fram dagana 7.-9. febrúar 2016 á Garden & Dunes golfvellinum í Agadír, Marokkó og var að ljúka nú í þessu.

Þórður Rafn lék á samtals 2 undir pari, 211 höggum (70 66 75) og lauk keppni T-18.

Þórður Rafn átti nokkuð skrautlegan lokahring þar sem hann fékk 2 slæma skramba (var í bæði skiptin á 7 höggum á par-4 holum) en fékk auk þess 2 skolla og 4 fugla.

Í efsta sæti varð þýski kylfingurinn Moritz Lampert, á samtals 16 undir pari, en hann hafði þó nokkra yfirburði þar sem næsti maður, Younes El Hassani, sem varð í 2. sæti var 7 höggum á eftir á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Ocean Open mótinu SMELLIÐ HÉR: