Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2012 | 17:20

EPD: Stefán Már meðal efstu á Gloría New Course Classic í Tyrklandi fyrir lokadaginn

Stigameistarinn 2011, Stefán Már Stefánsson, GR, er í einu af efstu sætunum á Gloría New Course Classic, en erfitt er að segja til um nákvæma stöðu því miklar tafir á Gloría golfvellinum hafa sett allt úr skorðum í Belek, í Tyrklandi. Eftir 9 spilaðar holur er Stefán á -1 undir pari og T-5 á skortöflunni.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefir lokið að spila 1 hring, en gekk ekki vonum samkvæmt – var á 80 höggum og er í einu af neðstu sætum mótsins.

Þórður Rafn Gissurarson. Mynd: Golf 1.

Þjóðverjinn Maximilian Glauert leiðir mótið  á -7 undir pari, 64 höggum.

Margir eiga samt eftir að ljúka 1. hring, áður en þeir geta hafið lokahringinn.

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Gloría New Course Classic smellið HÉR: