Stefán Már Stefánsson, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 9. 2012 | 19:30

EPD: Stefán Már lék á 73 höggum á Open Madaef mótinu í Marokkó á 1. degi

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR taka þátt á Open Madaef mótinu í Marokkó, sem hófst í dag, en mótið er hluti af þýsku EDP mótaröðinni og mótið það fyrsta af 3 (hin hefjast 15. og 21. apríl ). Þátttakendur eru 111.

Spilað er á Pullman El Jadiada vellinum á Pullman EL Jadida Royal Golf & Spa golfstaðnum.

Eftir 1. hring er Stefán Már á +1 yfir pari, 73 höggum og deilir 15. sæti með öðrum.

Þórður Rafn spilaði 1. hring á +12 yfir pari 84 höggum og er T-102.

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Open Madaef smellið HÉR: