Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 12. 2016 | 07:30

Ecco Tour: Axel varð í 13. sæti á Österlen PGA

Axel Bóasson, atvinnumaður úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði,  endaði í 13. sæti á Österlen mótinu á Ecco Tour, sem lauk i gær í Svíþjóð.

Axel lék lokahringinn á 2 yfir pari, 73 höggum.

Samtals var Axel á 1 yfir pari, 214 höggum (68-73-73).

Ecco Tour er í flokki atvinnumannadeilda, sem eru í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu.

Pétur Freyr Péturson úr GR lék einnig á þessu móti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Sænski kylfingurinn Ola Johansson sigraði á þessu móti á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Österlen PGA Open SMELLIÐ HÉR: