Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2016 | 20:10

Ecco Tour: Axel (T-30) komst g. niðurskurð á Made in Denmark!!!

Axel Bóasson, GK, komst í dag gegnum niðurskurð á Made in Denmark mótinu, sem er hluti af Ecco Tour.

Samtals er Axel búinn að spila á 2 undir pari, 141 höggi (68 73) og er sem stendur jafn öðrum í 30. sæti.

Hann flaug í gegnum niðurskurð, sem var miðaður við parið.

Í dag lék Axel á Trent Jones vellinum, sem er par-72 og var á 1 yfir pari eða 73 höggum – Á hringnum fékk Axel 4 fugla, 9 pör og 5 skolla.

Sjá má stöðuna eftir 2. dag Made in Denmark með því að SMELLA HÉR: