Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2016 | 01:00

Ecco Tour: Axel og Ólafur Björn náðu niðurskurði í Ålandsbanken Finnish Open

Axel Bóasson, GK;  Ólafur Björn Loftsson, GKG og Pétur Freyr Pétursson, GR taka þátt í, en mótið er hluti af Ecco Tour mótaröðinni.

Mótið stendur dagana 31. ágúst – 2. september 2016 og lýkur því í dag.

Spilað er á Kungsbanan í Ålands golfklúbbnum.

Í gær eftir 2 daga leik var skorið niður og komst Pétur Freyr (21 yfir pari, 165 högg (81 84)) ekki í gegnum niðurskurð.

Axel (2 yfir pari, 146 högg (73 73)) og Ólafur Björn (2 yfir pari, 146 högg (72 74))  hins vegar komust í gegn (báðir T-39)  og leika því 3. hringinn í dag.  Niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari (50. sætið eða betur).

Sjá má stöðuna á Ålandsbanken Finnish Open með því að SMELLA HÉR: