Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 18. 2016 | 14:30

Ecco Tour: Axel lauk leik T-30 á NorthSide mótinu!

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði,  lauk leik í dag á NorthSide Charity Challenge, sem er hluti Ecco Tour.

Axel lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (69 70 72).

Hann varð jafn 3 öðrum í 30. sæti (m.ö.o. T-30) sem teljast verður ágætis árangur.

Sigurvegari mótsins varð Oliver Lindell frá Finnlandi en hann lék á samtals 18 undir pari.

Sjá má lokastöðuna í NorthSide Charity Challenge með því að SMELLA HÉR: