Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 17. 2016 | 21:00

Ecco Tour: Axel komst g. niðurskurð í NorthSide Charity Challenge!!!

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði,  tekur þátt í móti vikunnar á Ecco Tour, þ.e. á NorthSide Charity Challenge mótinu.

Hann komst í dag í gegnum niðurskurð í mótinu, en hann hefir leikið á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70).

Hann er T-37 en niðurskurður var einmitt miðaður við 5 undir pari.

Efstur í mótinu er Oliver Lindell frá Finnlandi á ótrúlega lágu skori, samtals 18 undir pari.

Sjá má stöðuna á NorthSide Charity Challenge með því að SMELLA HÉR: