Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2016 | 10:00

Ecco Tour: Axel á parinu e. 1. hring Isaberg Open

Axel Bóasson, GK, er á parinu eftir 1. hring Isaberg Open mótsins þar sem gestgjafi er Patrick Sjöland, en mótið er hluti af Ecco Tour.

Það er keppnisvöllur Isaberg Golfklub, sem spilað er á en hann er par-72 og er í Hestra, Jönköping í Svíþjóð.

Sjá má vefsíðu Isaberg Golfklubb með því að SMELLA HÉR: 

Isaberg

Frá Isaberg golfvellinum í Svíþjóð

Axel fékk 5 fugla, 9 pör, 3 skolla og 1 skramba á hringnum.

Nokkrir eiga eftir að klára 1. hring og er því ekkert vitað í hvaða sæti Axel er eftir 1. hring.

Sjá má stöðuna á Isaberg Open með því að SMELLA HÉR: