Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2016 | 11:25

Ecco Tour: Axel á 70 á 2. hring í Danmörku

Axel Bóasson, atvinnukylfingur í GK tekur þátt í Kellers Park Masters Pro/Am, Presented by Vejle Kommune, en mótið fer fram á keppnisgolfvelli Kellers Park GC í Vejle í Danmörku.

Keppendur eru alls 71 en 1 dró sig úr móti.

Axel er samtals búinn að spila á 4 undir pari, 140 höggum (70 70).

Axel fékk örn, fugl og skolla á hringnum (þ.e. 5 + 2 – 1 = 6 punkta) skv. því leikfyrirkomulagi sem leikið er eftir en skv. því gefur albatross 8 punkta, örn 5 punkta, fugl 2 punkta, par gefur enga punkta, skolli er -1 punkta og skrambi -3 punkta

Þriðji hringur er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni og beinni útsendingu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: