Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 13:00

Dýr á golfvöllum: Villisvín á golfvelli í Texas

Dýr sem maður hittir fyrir á golfvöllum eru oftar en ekki meinlaus.

Flestir kylfingar sem spila golfvelli erlendis eru þess meðvitaðir að halda sig fjarri vatni, ám, tjörnum o.s.frv. þar sem t.a.m krókódíla, eðlur eða slöngur er að finna og YOUTUBE er yfirfullt af myndskeiðum af gæsum, sem ráðast á kylfinga, ef þeir nálgast um of hreiður þeirra og vita flestir af hættunni af þeim.

Sum dýr eru hættulegri en önnur, sérstaklega villisvín, sem m.a. fyrirfinnast á golfvöllum í S-Afríku.

En líka í Texas var villisvín nokkurt, sem á dögunum olli usla á golfvelli.

Villisvín eru stórhættuleg, því þau eiga það til að ráðast á menn og dæmi um kylfinga sem hafa látist eftir villisvínaárásir.  Auk þess grafa þau upp golfvelli í leit að æti og valda skemmdum.

Þetta tiltekna villisvín í Texas var á Gateway Hills golfvellinum í San Antonio og þar að auki risastórt og þungt;  vóg 411 pund (186,5 kg).

Wyatt Walton and Lone Star Trapping, meindýraeyðar, voru kallaðir til og fjarlægðu dýrið af vellinum og felldu síðan.

Það sem stingur mann við fréttina er af hverju ekki var hægt að láta villisvínið lifa? – Af hverju var t.a.m ekki hægt að gefa eða selja það dýragarði eða dýraverndunarsamtökum?