Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 12:00

Dýr á golfvöllum: Rory leikur sér á 18. teig Carnoustie við hund – Myndskeið

Svartur labrador retriever hundur sem var ásamt eiganda sínum að fylgjast með Rory McIlroy við 18. teig Carnoustie vallar s.l. fimmtudag sleit sig lausan til þess að láta í ljós hrifningu sína á Rory og hljóp upp á teigastæðið til hans.

Rory er með hundshaus sem kylfucover og tók þegar að leika sér við svarta hundinn með kylfu-cover-i sínu.

„Ég er mikill hundamaður og elska hunda,“ sagði Rory eftir 1. hring sinn, sem var upp á 1 yfir pari 73 högg.

„Þetta er bara eitthvað sem maður gerir til að eyða tímanum, hugsa ég.  Ég tók hunds-coverið mitt út og við lékum okkur svolítið saman, sem var gaman,“ sagði nr. 1 á heimslistanum. „Það er alltaf gaman þegar við spilum hér á Carnoustie eða Kingsbarns eða St. Andrews að fullt af fólki tekur hunda sína með sér á golfvöllinn og í hvert sinn sem ég geng framhjá hundum reyni ég að klappa þeim eða strjúka eða hvað sem er.“

Eitthvað virðist leikurinn við hundinn hafa farið vel í Rory því hann átti þrumteighögg stuttu síðar, heila 350 metra, á annars fremur slöppum hring fyrir nr. 1 – en eitthvað hefir hann líklega verið eftir sig eftir Ryder-hátíðarhöldin!!!

Hér má sjá myndskeið af Rory að leika sér við svarta hundinn á 18. teig á 1. degi Alfred Dunhill SMELLIÐ HÉR: