Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2019 | 09:00

Dýr á golfvöllum: Kengúrur sem ráðast á kylfinga

Núna þegar nær dregur Forsetabikarskeppninni, sem fram fer í Ástralíu þá er vert að beina sjónum að staðbundnum hættum, sem leynast á golfvöllum Ástralíu.

Ein þeirra er að kylfingar þar eiga á hættu að ráðist sé á þá af kengúrum – og þá er einungis ein regla sem gildir „að reyna að forða sér.“

Hér má t.d. sjá eina kengúruárás, sem náðist á myndskeið fyrir 12 mánuðum síðan – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá myndskeið af kengúrum á golfvelli á Ástralíu, sem tekið var fyrir 2 árum. Þar sést m.a. að ekki er þverfótað fyrir kengúrunum, þannig að erfitt getur verið að spila – Þær eru hins vegar friðsælar og ekkert að spá í að ráðast á kylfinga – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Regla 16.2 tekur til dýra á golfvöllum og veitir kylfingum lausn geti þeir ekki spilað bolta sínum vegna hættulegra dýra, sbr.:

Þegar truflun er vegna hættulegra dýraaðstæðna:

(1) Ef bolti er annars staðar en innan vítasvæðis. Leikmaðurinn má taka lausn samkvæmt reglu 16.1b, c eða d, eftir því hvort boltinn liggur á almenna svæðinu, í glompu eða á flötinni.

(2) Þegar bolti er innan vítasvæðis. Leikmaðurinn má taka lausn án vítis eða lausn gegn víti:

  • Lausn án vítis:Leikið innan vítasvæðis.Leikmaðurinn má taka vítalausa lausn samkvæmt reglu 16.1b, en nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn og lausnarsvæðið verða að vera innan vítasvæðisins.
  • Lausn gegn víti:Leikið utan vítasvæðis.

    » Leikmaðurinnmátakalausngegnvítisamkvæmtreglu17.1d.

    » Ef truflun er vegna hættulegra dýraaðstæðna þar sem boltanum væri leikið eftir að þessi lausn gegn víti er tekin utan vítasvæðisins, má leikmaðurinn taka frekari lausn, án frekara vítis, samkvæmt (1).

    Með tilliti til þessarar reglu merkir nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn nálægasta stað (ekki nær holunni) þar sem hættulegar dýraaðstæður eru ekki fyrir hendi.

    Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 16.2: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.