Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2015 | 08:00

Dýr á golfvöllum: Gamalt myndskeið um dýr á PGA Tour mótum!

Nú nýlega hafa borist fréttir frá Flórída af gríðarstórum krókódíl sem tafði leik kylfinga – Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Eins varð maður nýlega var við slöngu í golfbolla nokkum og gekk myndin af slöngunni, sem föst var í bollanum eins og eldur í sinu um golffréttaheima.

Myndina má sjá hér að neðan:

Snákur í golfholu

Snákur í golfholu

Golf 1 birti fyrir jólin 2014 skemmtilegt myndskeið, þar sem klippt höfðu verið saman 10 atvik, þar sem dýr tefja leik á PGA Tour mótum – Sjá þessa gömlu frétt Golf 1 með því að  SMELLA HÉR:   – Alltaf gaman að rifja um gömul myndskeið af dýrum á golfvöllum!