Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2015 | 09:00

Dýr á golfvöllum: 75 ára Ástrali bitinn af krókódíl

Heldri ástralskur kylfingur hefir heitið því að snúa aftur á golfvöllinn þrátt fyrir að hafa verið bitinn af krókódíl eftir að hann náði í bolta sinn úr vatnshindrun meðan hann var við golfleik í Ástralíu.

John Lahiff, 75 ára, var að spila golf á Palmer Sea Reef golfvellinum í Port Douglas, 70km norður af hinni vinsælu túristaborg Cairns, síðdegis í fyrradag, hehehe mánudaginn 13. apríl (fyrir þá sem eru hjátrúarfullir) þegar hann húkkaði bolta sinn í vatnið á 11. holu.

Ég keyrði á golfbílnum mínum til þess að sækja boltann og ég sá ekki krókódílinn sem var í sólbaði þarna í einu horni vatnshindrunarinnar,“ sagði Lahiff í viðtali við Australian Broadcasting Corporation.

Ég fór framhjá honum (krókódílnum og hann réðist á mig á veginum tilbaka eftir að ég hafði náð í bolta minn, beit en hvarf síðan aftur í vatnshindrunina.“

Þetta var fremur lítill krókódíll, 1.5 metra en hann skyldi eftir sig djúpt bitsár á fótlegg Lahiff og sár á kálfa.

Lahiff tókst sjálfum að keyra aftur í klúbbhúsið þar sem hringt var á sjúkrabíl handa honum og honum keyrt á sjúkrahús.

Krókódílaárásin hefir engin áhrif á Lahiff sem segist ætla að halda áfram að spila golf.

Ég held mig bara frá þeim, það er allt og sumt!  Og ekki slá bolta í vatnshindranir þar sem krókódílar eru!“

Reynt var að veiða krókódílinn til þess að koma honum fyrir í dýragarði eða krókódílaræktunarstöð en Lahiff sagði að hann vildi mun fremur að króksi fengi að vera á golfvellinum, en skilti væru allsstaðar sem vöruðu við krókódílum.

Þetta er að nokkru mér að kenna …. ég var að trufla hann meðan hann (króksi) var í sólbaði,“ sagði Lahiff.

Svo eru líka viðvörunarskillti út um allt á Palmer golfvellinum

Svo eru líka viðvörunarskillti út um allt á Palmer golfvellinum. 

Ég held að hann hafi verið hræddari en ég. Það er allt í lagi með hann (og hann sleppti Lahiff)

Krókódílum hefir farið fjölgandi í Ástralíu frá því að krókódílaverndunarlög voru sett árið 1971 og hefir þeim fjölgað í 75.000- 100.000.

Þessi frásögn er ágæt ábending allra kylfinga, sérstaklega Íslendinga sem ekki eru vanir krókódílum á golfvöllum hérlendis, að taka aldrei ALDREI!!!  upp á þeirri firru að reyna að ná í golfbolta sem sleginn er út í vatnshindrun, þar sem hugsanlega eru krókódílar, í ferðum erlendis, en mjög algengt er að íslenskir kylfingar séu að leik á golfvöllum í t.a.m. Flórída.  Krókódílar eru líka algengir í Ástralíu, Asíu og Afríku ef ferðast er þangað.

Lahiff í frásögninni hér að ofan var heppinn.  Saltvatns krókódílar eins og þessi hér að ofan geta orðið allt að 7 metra langir, þeir stóru eru kröftugir og reyna að draga bráð sína ofan í vatn og drekkja henni meðan að þeir byrja að japla á henni.  Ef þið verðið fyrir krókódílaárás reynið þá af öllum mætti að koma í veg fyrir að krókódílnum takist að draga ykkur með sér í vatnið