Dýr á golfvöllum 2019 (1): Snákar
Hér er ætlunin að birta nokkur myndskeið og annað efni af snákum á golfvöllum, en erlendis virðast þeir vera nokkur algeng fyrirbæri.
Hvað myndi maður gera ef maður stæði frammi fyrir snák á golfvelli? Líklega hlaupa í burtu. En gaurinn í fyrsta myndskeiðinu virðist vera að bögga snákinn en ekki öfugt. Sjá með því að SMELLA HÉR.
Á næsta myndskeiði er cobra snákur á golfvelli og hvað gerir maður þá? Þeir sem mættu cobrunni hentu í hana golfboltum, sem ekki er það viturlegasta. Það er eins og snákurinn rísi upp og tjái viðkomandi ógnandi: „Ég skora á þig að gera þetta aftur!“ Sjá má myndskeið af cobrunni á golfvellinum með því að SMELLA HÉR:
Hér er ein mynd frá vallarstarfsmanninum Ed Martinez í Deerwood golfklúbbnum í Kingwood, Texas. Sem betur fer leit hann niður áður en hann setti höndina niður til að skipta um bolla! Martinez birti mynd af snákshöfðinu á félagsmiðlum og skrifaði við: „Ég hati snáka!“ Lái honum hver sem vill – ekki gaman í vinnunni, þegar svona hættur leynast. Kannski gott að hafa þetta í huga þegar boltar eru teknir úr bollum, þegar golf er spilað erlendis!

Snákur
Hér er myndskeið af cobra snák sem eltir myndatökumann á golfvelli – Cobrubit eru hættulegri en t.a.m. bit frá svörtu mömbunni, sem er eitursnákur. Lumbrað er á aumingja cobrunni, en líklega hefir sá sem var eltur af henni verið glaður. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Hér er loks myndskeið af kylfingi sem einfaldlega tekur snákinn, sem er á golfvellinum og fyrir honum upp og hendir honum út í röffið. Ekki víst að þetta sé gáfulegt! Sjá með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
