Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 13:00

Dýr á golfvöllum: Stór krókódíll á golfvelli í Flórída

Nú fyrr í vikunni birtist myndskeið, sem vakti mikla athygli meðal kylfinga af krókódíl einum, sem búinn er að vera ansi heimakær á golfvelli nokkrum í Flórída.

Golfvöllurinn sem um ræðir er í Buffalo Creek í Flórída.

Nú er komið nýtt myndskeið af króksa og má sjá að hann er alveg jafn stór og feitur og á fyrra myndskeiðinu og heldur sig enn á sömu slóðum þ.e. golfvellinum, hefir ekkert verið fjarlægður.

Ekki gaman að mæta þessu flykki svöngu í miðjum golfleik!

Sjá má nýja myndskeiðið af krókódílnum í Flórída með því að SMELLA HÉR: