Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2017 | 12:00

Dýr á golfvöllum: Skógarbjörn stelur sér samloku úr golfpoka!

Tveir kylfingar höfðu rétt lokið við að spila 8. holu á Moose Run Creek golfvellinum í Alaska, þegar stór skógarbjörn labbaði sig inn á flötina og virtist vera að skoða flaggið.

Atvikið var fest á myndskeið og þar má heyra mennina reyna með hrópum að fæla bjössa frá.

Ég vil ekki fá hann nálægt pokanum mínum,“ heyrist annar þeirra segja.

En það er einmitt þá þegar bjössi ákveður að hann þurfi nú einmitt að athuga nánar um poka þess manns.

Væntanlega hefir hann fundið lyktina af gómsætri samloku, sem var ofan í pokanum og hann sést stela sér henni og koma sér síðan af flöt.

Sjá má atvikið á meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: