Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2017 | 09:00

Dýr á golfvöllum: Risasnákur á golfvelli í S-Afríku – Myndskeið

Dýr eru af ýmsum stærðum og gerðum, sem kylfingar rekast á, á golfvöllum víðs vegar um heim.

Hópur áhugakylfinga rakst á það sem kalla má martraðarsnák allra kylfinga, þegar hópurinn var að golfleik í Zimbali í S-Afríku.

Snákurinn var tekinn upp á myndskeið og þar má sjá  risa python slöngu  snákast yfir golfbraut og fara síðan ofan í glompu.

Einn hugaður úr golfhópnum tekur í skottið á snáknum sem bregðst óðar við með því að kippa því að sér – kylfingurinn var heppinn – snákurinn hefði líka getað snúið sér við og höggvið í hann.

Snákurinn hefir sést áður á vellinum og framkvæmdastjóri golfvallarins, Kyle Caitano sagði að hann héldi til  nálægt vatnstorfæru einni á vellinum

Sjá má myndskeið af risasnáknum á vefsíðu Yahoo Sports með því að SMELLA HÉR: