Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2014 | 01:00

Dustin Johnson og Paulina Gretzky eiga von á strák

Paulina Gretzky, kærasta PGA Tour kylfingsins Dustin Johnson tilkynnti í gær, Jóladag 2014, að hún og Dustin ættu von á litlum strák í byrjun næsta árs 2015.

Þegar er farið að tala um Wayne Johnson, sem næstu framtíðarstjörnu golfsins (að því gefnu að litli kúturinn verði skýrður í höfuðið á föður Paulinu, ísknattleiksgoðsögninni Wayne Gretzky).

Paulina Gretzky og Dustin Johnson hafa verið að deita frá því árið 2012 og þau tvö tilkynntu síðan um trúlofun sína á síðasta ári þ.e. 2013.

Nú í ár hefir Johnson verið í fríi frá PGA Tour til þess að koma skikki á persónuleg málefni sín, en hann féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir og greindist jákvæður fyrir neyzlu fíkniefna.

Allt málið var sveipað í þögn af hálfu PGA Tour sem hefir viljað tjá sig sem minnst um fíkniefnaneyzlu Dustin Johnson.

Nú virðist allt á uppleið hjá Johnson aftur – hann á von á fyrsta barni sínu og byrjar aftur að keppa í golfi 2015!

Með þeim skötuhjúum Dustin og Paulinu á myndinni er bróðir Paulinu, Trevor.