Dustin Johnson (DJ)
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2014 | 08:00

Dustin Johnson í mál við lögmenn sína

Kylfingurinn Dustin Johnson (skammst. DJ) hefir hafið mál á hendur fyrrum umboðsmönnum sínum, lögmannsstofunni Morris Schneider Wittstadt, Hardwick, en báðir Wittstadt-arnir (Mark og Gerard) voru lögmenn DJ og eiga að hafa dregið að sér um $ 3.000.000,- í eigu DJ.

Málið höfðaði DJ fyrir United States District Court for the Northern District of Georgia.

Sjá má grein þar sem nánar er gert grein fyrir málshöfðun DJ með því að SMELLA HÉR: 

Hljótt hefir verið um kylfinginn DJ vegna meintrar eiturlyfjaneyslu hans og framhjáhalds við fyrrum eiginkonur PGA Tour kylfinga; en DJ hefir verið í fríi frá keppnisgolfi til þess að ná tökum á einkalífi sínu.  DJ er sem stendur í 16. sæti heimslistans.

Einu fréttirnar, sem borist hafa frá honum í lengri tíma eru að kærasta hans, Paulina Gretzky er ófrísk og að þau eigi von á fyrsta barni sínu. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að  SMELLA HÉR: 

Nú er DJ einn stjörnukylfinganna sem bætst hefir í hóp þeirra sem standa í málaferlum, en fyrir hefir t.a.m. nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy tekið sér frí til að geta sinnt máli sínu gegn fyrrum umboðsskrifstofu sinni.