Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2014 | 11:00

Dubuisson dregur sig úr Nedbank Golf Challenge

Franski kylfingurinn Victor Dubuisson hefir dregið sig úr Nedbank Golf Challenge (skammst. NGC) sem fram fer í Suður-Afríku.

Ástæðan: bakmeiðsli.

Sá sem tekur sæti Dubuisson er bandaríski kylfingurinn Brendon Todd, 29 ára,  sem er sem stendur nr. 42 á heimslistanum.

Aðrir Bandaríkjamenn sem keppa á Gary Player Country Club þar sem mótið fer fram eru Kevin Na og nýliði ársins á Evrópumótaröðinni, Brooks Koepka.

Alastair Roper framkvæmdastjóri NGC sagðist vonsvikinn að Dubuisson tæki ekki þátt, en sagðist skilja ástæður hans fyrir því og óskaði honum skjóts bata.