Drullaðu þér vestur!
Drullaðu þér Vestur er eitt af einkunarorðum þeirra Mýraboltamanna, það eru orð að sönnu, hver kannast ekki við tilfinninguna um að koma Vestur og fá að upplifa stemminguna í Tungudalnum, þar sem ærslafullt ungt fólk fær útrás fyrir hreyfiþörfina. Þeir sem nenna ekki að vera drullugir uppfyrir haus, en langar samt að vera hluti af þessari gleði, geta tekið þátt í golfmóti á vegum GÍ, þú spilar þitt golf í næsta nágrenni við leikvelli Mýraboltans, þú upplifir stemminguna og getur horft yfir svæðið. Þú verður þátttakandi í fjölmennasta Mýraboltamóti í Evrópu og þó víðar væri leitað.
Sjá má myndskeið frá Mýrarboltamótinu 2014 með því að SMELLA HÉR:
Keppt verður í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjög, í opnum flokki. Mótið verður haldið laugardaginn 1. Ágúst og verður ræst út frá kl 09:00.
Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin í höggleik og punktakeppni, ásamt því og öfugt við mót þeirra Mýraboltamanna þar sem veitt eru verðlaun fyrir drullugusta liðið, munu verða veitt verðlaun úr hópi karla og kvenna fyrir snyrtilegasta klæðnaðinn á Mýraboltamótinu. Því er til mikils að vinna
Nándarverðlaun á holum 6 , 7, 15 og 16. Verðlaun frá Kampa og Vífilfell.
Bíll í verðlaun fyrir að fara holu í höggi á 7. eða 16. braut.
N1 og Hertz styrkja GÍ með verðlaunum í þessu móti og eru þau ekki af verri endanum.
Höggleikur: 1. sæti Úttekt 25.000. á N1 stöðvum um allt land. 2.sæti Úttekt 10.000. á N1 stöðvum um allt land 3. sæti Úttekt 5.000. á N1 stöðvum um allt land.
Punktakeppni: 1. sæti Toyota Land Cruiser eða sambærilegur í 3 daga 2. sæti Skoda Octavia eða sambærilegur í 2 daga 3. sæti Toyota Auris eða sambærilegur í 2 daga
Sérstök verðlaun verða veitt fyrir snyrtilegasta klæðnaðinn í kvenna og karlaflokki.
Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum keppnisflokkum.
Mótstjórn og ræsing verður á höndum Salmars Jóhannssonar (868-4080) og Guðna Ólafar Guðnasonar.
Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
