Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2012 | 09:00

Drottningin heiðrar Darren Clarke og Rory McIlroy

Norður-írsku golfstjörnurnar Darren Clarke og Rory McIlroy voru meðal þeirra íþróttastjarna, sem voru heiðraðir af Elizabethu II á nýárslista hennar, en báðir unnu þeir risamótstitla á árinu 2011 – Darren vann Opna breska og Rory Opna bandaríska.

Elísabeth II Englandsdrottning.

Darren, 43 ára, hlaut heiðurstitilinn „Officer of the Order of the British Empire“ fyrir sigurinn, eftir 20 ára bið sína og tilraunir við að vinna, á Opna breska, sem að þessu sinni fór fram á Royal St. George’s.

„Þetta er mikill heiður og frábær endir á frábæru ári. Ég og fjölskylda mín erum mjög stolt,“ sagði Darren. „Þessi sigurstund breytti öllu í lífinu og á margan hátt hafa fætur mínar ekki snert jörðina síðan. Og nú þetta.“

Darren Clarke lyfti Claret Jug aðeins nokkrum vikum eftir að hinn 22 ára Rory McIlroy vann 8 högga sigur á US Open á Congressional. Rory varð þar með 2. yngsti risamótssigurvegarinn frá árinu 1934. Hann hlaut orðuna „Member of the Order of the British Empire.“

„Ég er auðmjúkur að vera á lista verðugra verðlaunahafa,“ sagði McIlroy. „Mikið af fólkinu á heiðurslistanum hefir fært gríðarstórar persónulegar fórnir og lagt sinn skerf til samfélagsins í lífu sínu. Mér finnst ég heppinn af fá að vera í félagsskap þeirra.“

Heimild: ESPN Sports.