Drengjasveitin okkar í 4. sæti á Opna ítalska U-16 – Arnór Snær bestur íslensku keppendanna
Íslenska drengjasveitin skipuð þeim Arnóri Snæ Guðmundssyni, Golfklúbbnum Hamri Dalvík (GHD); Fannari Inga Steingrímssyni, Golfklúbbi Hveragerðar (GHG) og Henning Darra Þórðarsyni, Golfklúbbnum Keili Hafnarfirði (GK) hafnaði í 4. sæti á International U16 Italian Open þ.e. Opna ítalska U 16 mótinu.
Á heimasíðu Heiðars Davíðs Bragasonar, liðsstjóra mátti m.a. lesa: „Strákarnir enduðu í 4. sæti í liðakeppninni. 2 fyrstu dagarnir í mótinu töldu til liðakeppninnar og 2 bestu skorin töldu hjá þeim þrem leikmönnum sem skipuðu liðið. Vel gert 🙂
Og þetta er svo sannarlega vel gert hjá þeim Arnóri Snæ, Fannari Inga og Henning Darra og óskar Golf1 þeim innilega til hamingju með góðan árangur!!!

Gaman að sjá íslenska fánann í Biella – hann er lengst til vinstri
Þátttakendur að þessu í þessu 8. móti International U16 Italian Open voru 133 og fór mótið fram á Biella golfvellinum oft nefndur „Le Betulle“ í ítölsku Ölpunum, sem er par-73 og er 6.500 metrar langur.

Íslensku keppendurnir í Biella 2014: Arnór Snær, Fannar Ingi og Henning Darri, sem urðu í 4, sæti í liðakeppninni. Mynd: Heiðar Davíð Bragason
Arnór Snær lék best íslensku þátttakendanna varð í T-29, þ.e. deildi 29. sæti með Constantin Unger frá Þýskalandi. Arnór Snær lék á samtals 18 yfir pari, 312 höggum (78 75 81 76).

Arnór Snær Guðmundsson, GHD. Mynd: Golf1
Henning Darri varð T-38, þ.e. deildi 38. sæti með Edoardo Zorzetto frá Ítalíu. Henning Darri lék samtals á 20 yfir pari 314 höggum (77 75 81 81).
Fannar Ingi komst ekki í gegnum niðurskurð – hann lék tvo fyrstu hringi mótsins á 16 yfir pari 162 höggum (83 79) og deildi 67. sætinu með 5 öðrum kylfingum.
Sigurvegari í liðakeppninni varð sveit Noregs en í einstaklingskeppninni sigraði „heimamaðurinn“ Teodoro Soldati með heildarskor upp á 290 högg.

Sigurvegar í Biella 2014: Ítalinn Teodoro Soldati og norska sveitin
Þess mætti til gamans geta að nr. 1 á heimslistanum í dag, Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði á forvera mótsins, sem þá hét European Amateur í ágúst 2006 og var heildarskor hans þá 274 högg.

Rory sigurvegari í Biella 2006
Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
