Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2016 | 10:45

DOY: Patrekur í 18. sæti – Saga í 43. e. 2. dag

Þau Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR og Saga Traustadóttir, GR keppa um þessar mundir fyrir Íslands hönd á The Duke of York (DOY) meistaramótinu og er leikið á Royal Birkdale.

Mótið stendur 13.-15. september 2016 og lýkur í dag. Lokahringurinn er þegar hafinn.

Keppendur eru 51 frá 28 þjóðlöndum.

Íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna á þessu móti en þrír íslenskir kylfingar hafa fagnaði sigri á þessu sterka móti, Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) 2010, Ragnar Már Garðarsson (GKG) 2012 og Gísli Sveinbergsson (GK) 2014.

Eftir 2. dag er Patrekur í 18. sæti – búinn að spila á 152 höggum (77 75) og Saga er í 43. sæti búin að spila á 166 höggum (83 83).

Efstur í mótinu eftir 2. dag er norskur frændi okkar Markus Bradlie, sem búinn er að spila á glæsilegum 2 yfir pari, 142 höggum (69 73), en Royal Birkdale er par-70.

Á Royal Birkdale hefir Opna breska verið haldið 9 sinnum og mun að nýju fara fram á vellinum að ári, þ.e. 2017. Eins hefir Opna breska kvenrisamótið verið haldið þar 6 sinnum og Ryder Cup hefir farið fram tvívegis (1965, 1969) og the Walker Cup (1951) og Curtis Cup (1948), einu sinni.  Þetta er því sögufrægur golfvöllur og spil á vellinum, hvernig sem niðurstaðan er góð innistæða í reynslubankann fyrir ungmenni Evrópu, en mótið er eitt alsterkasta unglingagolfmót Evrópu.

Sjá má stöðuna á DOY með því að SMELLA HÉR: