Doug Ford látinn
PGA Tour kylfingurinn Doug Ford er látinn, 95 ára að aldri.

Doug Ford fæddist 6. ágúst 1922 og dó þriðjudaginn sl. 15. maí 2018.
Hann var elst lifandi sigurvegari Masters risamótsins, sem hann sigraði á árið 1957, eftir frábæran lokahring upp á 66 högg, en hann kom þar með í veg fyrir að Sam Snead klæddist græna jakkanum það árið.
John Joseph (Jack) Burke Jr., sem einnig er 95 ára er nú elst lifandi Masters sigurvegarinn, fæddur 23. janúar 1923. Hann sigraði á Master 1956.
Sjá má Jackie klæða Doug í græna jakkann á myndinni hér fyrir neðan:

Doug Ford (t.v.) sigurvegari 1957 á Masters og Jackie Burke Jr. (t.h.) sem sigraði 1956 klæðir Doug Ford í græna jakkann
Tveimur árum áður, 1955, sigraði Ford PGA Championship risamótið meðan það var enn með holukeppnisfyrirkomulagi, hafði betur gegn Cary Middlecoff 4&3 og hampaði því Wanamaker trophy.
Allt í allt sigraði Doug Ford 19 sinnum á PGA Tour og í 33 mótum atvinnumanna. Hann var m.a. valinn leikmaður ársins á PGA Tour árið 1955. Ford átti sinn þátt í að móta PGA Tour og sérstaklega PGA Champions Tour.
Ford hlaut m.a. inngöngu í Frægðarhöll kylfinga 2011.
Eftirlifandi eru 3 börn, 7 barna-börn og 2 barnabarnabörn Doug og eiginkonu hans Marilyn, sem lést 1988.
Börn Doug og Marilyn eru Doug Jr., Mike og Pam. Doug Jr. útskrifaðist frá Wake Forest eins og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og spilaði eitthvað á PGA Tour og eins bróðir hans Mike, sem útskrifaðist frá Rollins College.
Doug Jr. kennir í Deer Creek golfklúbbnum í Deerfield Beach í Flórída og Mike á Jack O’Lantern Resort í New Hampshire og er í þann mund að kaupa Silver Creek Plantation í Morganton Norður-Karólínu, þar sem Doug Jr. bróðir hans mun verða framkvæmdastjóri.
Pam Ford er aðstoðarsaksóknari í West Palm Beach í Flórída.
Um föður sinn sagði Mike sonur hans: „Hann (Doug Ford eldri) átti frábært líf. Það er ekki hægt að biðja um meira en það.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
