Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2015 | 12:00

Dottie Pepper gagnrýnir USGA – segir regluna um bann við löngu pútterunum vera eins og skattalögin

Dottie Pepper hefir gagnrýnt USGA þ.e. bandaríska golfsambandið vegna nýrrar reglu sem bannar langa púttera.

Þeir sem ekki þekkja Dottie Pepper geta lesið kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: 

Hún segir regluna vera eins og skattalögin (þ.e. löng og flókin með alls kyns undantekningum sem séu ekki auðskilin.

T.a.m. er ein undantekningin varðandi notkun Matt Kuchar á pútterunum, sem henni finnst langt frá því vera skilgreind nógu vel.

Hér má sjá gagnrýni Dottie á banninu við löngu pútterunum óþýdda á ensku: “The information about implementation of the rule on the USGA’s website is seven long pages when printed. The rule itself reads like the tax code and includes exceptions that undercut the strength of the rule, like Matt Kuchar’s method of putting where he braces the putter grip against his forearm. I have yet to hear an explanation of this particular method that dissuades me from thinking it is an anchored stroke.”