Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2011 | 12:30

Donald Trump hefir áhuga á Doral í Miami

Donald Trump hefir lýst áhuga sínum á að kaupa Doral Golf Resort & Spa golfvallarkomplex-inn í Miami, en þar er m.a. „Bláa skrímslið” (ens. Blue Monster) þar sem hið árlega WGC–Cadillac Championship fer fram.

Doral er í skiptameðferð og hefir Trump boðið $ 170 milljónir í golfvallarsvæðið fræga.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Doral verður eitt af Trump golfvallarsvæðunum í framtíðinni – en Doral í Miami er mörgum kært og líklegt að fleiri tilboð berist.

Trump er eigandi fjölda golfvalla um allan heim og hefir fjármagnað og staðið að byggingu fjölmargra annarra. Hann færði m.a. út kvíarnar í  karabíska hafið með því að byggja Raffles á eyjunni Canouan sem tilheyrir St. Vincent og Grenadine eyjum. Það eru a.m.k. 10 aðrir golfvellir í eigu Donald Trump um allan heim, sem skoða má hér: DONALD TRUMP GOLFVELLIR