DJ skiptir um pútter
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) hefir nú eftir glæsi 1. hring sinn á BMW upp á 67 högg upplýst að hann hafi skipt yfir í „short neck“ Taylor Made Spider pútter.
Mikið hefir verið ritað um kúvendingu á leik Rory McIlory, en hann skipti nýlega út Nike pútter sínum fyrir Scotty Cameron ‘Mallet’ pútter og sigraði á 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship s.l. helgi.
Nú er það sigurvegari Opna bandaríska í ár, DJ, sem gert hefir slíkt hið sama með góðum árangri
„Ég hef prófað kóngólóna áður og mér fanst bara í síðustu viku og s.l. vikur að ég hafi átt í vandræðum með að koma pútternum í rétta púttlínu, þ.e. eins og ég sá hana,“ sagði DJ.
„Þannig að mér var sendur einn af Spider pútterunum og tilfinningin var bara góð.“
„Ég æfði með pútternum í morgun (þ.e. í gærmorgun 8/9) og rúllið var bara fínt. Ég veit að hann virkar þannig að ef ég missi pútt þá er það ekki pútternum að kenna heldur mér.“
Pútterinn svínvirkaði síðan á 1. hring BMW (útkoman 67 högg eins og áður sagði) og því nokkuð öruggt að DJ mun halda sig við kóngólóna.

TaylorMade „Short Neck Spider“-púttershaus
DJ sagði að það væru 6 ár frá því hann notaði síðast Spider pútter og það var í Waste Management Open í Phoenix.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
