Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2016 | 07:00

DJ skiptir um pútter

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) hefir nú eftir glæsi 1. hring sinn á BMW upp á 67 högg upplýst að hann hafi skipt yfir í „short neck“ Taylor Made Spider pútter.

Mikið hefir verið ritað um kúvendingu á leik Rory McIlory, en hann skipti nýlega út Nike pútter sínum fyrir Scotty Cameron ‘Mallet’ pútter og sigraði á 2. móti FedEx Cup umspilsins, Deutsche Bank Championship s.l. helgi.

Nú er það sigurvegari Opna bandaríska í ár, DJ, sem gert hefir slíkt hið sama með góðum árangri

Ég hef prófað kóngólóna áður og mér fanst bara í síðustu viku og s.l. vikur að ég hafi átt í vandræðum með að koma pútternum í rétta púttlínu, þ.e. eins og ég sá hana,“ sagði DJ.

Þannig að mér var sendur einn af Spider pútterunum og tilfinningin var bara góð.“

Ég æfði með pútternum í morgun (þ.e. í gærmorgun 8/9) og rúllið var bara fínt. Ég veit að hann virkar þannig að ef ég missi pútt þá er það ekki pútternum að kenna heldur mér.“

Pútterinn svínvirkaði síðan á 1. hring BMW (útkoman 67 högg eins og áður sagði) og því nokkuð öruggt að DJ mun halda sig við kóngólóna.

„Short Neck Spider"

TaylorMade „Short Neck Spider“-púttershaus

DJ sagði að það væru 6 ár frá því hann notaði síðast Spider pútter og það var í Waste Management Open í Phoenix.